top of page

ÞJÓNUSTA OKKAR

Fjölbreytt svið sérfræðis okkar eru hannað til að uppfylla breytilegar þarfir verkefnisins þíns

01.

RÁÐGJÖF INNAN TÆKNILEGRAR HÖNNUNAR

Að hanna góð tæknikerfi krefst bæði samvinnu og sérhæfðrar hæfni.

Hjá Norcom höfum við áralanga reynslu af því að tryggja að réttir aðilar taki þátt í hönnunarferlinu á réttum tíma.

Brunavarnarkerfi geta ekki sinnt hlutverki sínu ef loftræsikerfi og aðgangskerfi vinna ekki samhliða því.

Þetta á við um alla virkni sem bygging á að skila af sér. Aðferðarfræði kerfisbundins frágangs hjálpar okkur að ná góðum árangri.

02.

HAGRÆÐING TÆKNILAUSNA 

Það eru margar leiðir til að tryggja virkni kerfa í byggingu eða einstöku rými.

Til að mæta kröfum reglugerða, notenda, rekstraraðila og eigenda þarf að sýna bæði útsjónarsemi og skýra hugsun við val á lausnum og kerfum.

Okkar reynsla af því að vinna fyrir eigendur með strangar kröfur um virkni, orkunotkun og efnisval skilar sér í ávinningi fyrir viðskiptavini okkar.

03.

KERFISBUNDIN FRÁGANGUR

Kerfisbundinn frágangur er aðferðarfræði sem felur í sér hönnun, byggingu, prófun og rekstur tæknikerfa. Aðferðin hefur reynst vel í yfir 10 ár í Noregi. Hér nýtast bestu verkfæri LEAN, takt-áætlanir, hópvinna í sprettum, og sannprófun gagna með vandaðri hönnun og skipulagðri prófun kerfa á verkstað. Allir þessir þættir eru jafn mikilvægir til að tryggja áreiðanlegan rekstur tæknikerfa yfir líftíma bygginga.

04.

ÞRÓUNARVERKEFNI OG FORHÖNNUN

Það er afgerandi að aðferðarfræði kerfisbundins frágangs sé innleidd strax í upphafi þróunar- og forhönnunarstigs. Á þessu stigi þurfa eigendur, notendur og rekstraraðilar að skilgreina hvernig byggingin á að vera notuð. Áherslur eigenda varðandi orkunotkun og umhverfismál verða að koma fram í hönnunarferlinu.

Ráðgjafi kerfisbundins frágangs tekur saman allar þessar áherslur og hugmyndir og fylgist með að hönnun og framkvæmd skili þeim gæðum sem voru svo mikilvæg í þróunar- og forhönnunarferlinu.

05.

UMHVERFISVOTTANIR

Það er staðreynd að byggingar sem eru umhverfisvottaðar, til dæmis af BREEAM, Svansvottuninni eða LEED, eru betri fyrir bæði notendur og eigendur. Þær bjóða upp á betri innivist, sem hefur verið sannað með minni veikindum notenda, og eru vinsælli hjá leigutökum. Einnig eru slíkar byggingar hærra metnar á fasteignamarkaði og halda verðgildi sínu betur yfir líftíma.

Umhverfisvottanir gera strangar kröfur til tæknikerfa bygginga, orkunotkunar og sannprófunar með stjórnkerfum. Ráðgjafi í kerfisbundnum frágangi tryggir að þessum kröfum sé fylgt í hönnun, framkvæmd og prófun kerfa.

06.

LEAN, VDC, TAKTÁÆTLUNARGERÐ

Til að hámarka gæði kerfisbundins frágangs er hann samþættur með öðrum aðferðum eins og LEAN, taktáætlunargerð og/eða VDC sem stjórnunarfærð í samspili og alútboðum. Starfsfólk Norcom hefur mikla reynslu af stjórnun og þátttöku í verkefnum þar sem þessar aðferðir hafa leitt til góðs árangurs.

Norcom hefur einnig stórt tengslanet við helstu sérfræðinga Norðurlanda á þessu sviði og getur boðið upp á kennslu og ráðstefnur um LEAN, taktáætlunargerð og VDC.

Afhverju kerfisbundinn frágangur?

Byggingariðnaðurinn hefur ekki náð sömu framleiðniaukningu og aðrir geirar atvinnulífsins undanfarin ár. Í mörgum byggingarverkefnum skilar virkni tæknilegra kerfa sér ekki til eigenda byggingar og kerfin virka ekki eins og til var ætlast þegar byggingin er afhent. 

Tilgangurinn með kerfisbundnum frágangi er að verkefnin fylgi ákveðnum ferlum frá upphafi til enda til að tryggja að verkkaupi fái þau gæði sem óskað var eftir. Þannig uppfyllir bygging allar virknikröfur og tæknikerfi virka samkvæmt lýsingu.

Ferli kerfisbundins frágangs hefst í upphafi verks og er samþætt verkinu í gegnum hönnun, byggingu, afhendingu og reynslutíma þar til ábyrgðartíma lýkur. Ferlið auðveldar eiganda byggingar að taka við byggingunni og reka hana með góðum skilningi á virkni tæknikerfa. Frágangur byggir á þremur aðalatriðum: Stjórnun, skilningi á efnistökum og kerfisbundinni nálgun. Með því að gæta að þessum atriðum aukast líkur á því að byggingar séu afhentar með færri göllum og að kerfi uppfylli virknikröfur. 

bottom of page